17.02.2025 Um helgina fór fram fyrsta bikarmót ársins í flokki 12 -15 ára. Frá Skíðafélagi Dalvíkur fór fríður hópur iðkenda og foreldra. í yngri flokknum 12-13 ára voru 10 keppendur frá okkur og eldri flokknum 14-15 ára voru 7 keppendur. Aðstæður ví Oddskarði voru nokkuð krefjandi um helgina, töluverð ísing og þoka.
Á laugardegi var keppt í stórsvigi, þar áttum við 1. og 3 sæti hjá bæði stráum og stelpum í 12-13 ára flokki. Barri Björgvins vann og Arnór Atli Kárason varð þriðji. Hjá stelpunum vann Bríet Sara Níelsdóttir og Álfrún Mjöll Sveinsdóttir varð þriðja.