Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag Dalvíkur  

Björgvin Björgvinsson

Fæddur: 11. jan. 1980

Björgvin Björgvinsson er fæddur og uppalinn á Dalvík. Hann byrjaði snemma að spreyta sig á skíðunum og vann sinn fyrsta Andresar Andar titil 9 ára gamall og þá í stórsvigi.

Björgvin hefur alltaf verið mikill keppnismaður og ákvað hann á sínum unga aldri að hann skyldi komast á Ólympíuleikana eins og Daníel Hilmarsson. Núna stundar Björgvin æfingar við skíðamenntaskóla í Noregi ( Hovden ).

Björgvin hóf æfingar erlendis strax að loknum grunnskóla og hefur hann verið þar meira og minna síðan. Þegar hann hefur komið heim, hefur það aðeins verið til að keppa á Landsmótum eða í sumarfrí. En sumarfríinu eyðir hann í æfingar og undirbúning fyrir næstu vertíð. Það er því ekki óalgeng sjón að sjá hann hlaupandi um fjöllin í nágrenninu. Hann hefur mikinn sjálfsaga og því lætur hann allar æfingar sitja fyrir.

Á sl. vetri fékk hann greiðsluna fyrir stanslausar æfingar, svita, tár og gleði. Því hann varð heimsmeistari unglinga í flokki 16 - 17 ára í stórsvigi. Þetta var í Frakklandi í mars á síðasta vetri. Hann tók einnig þátt í Norska unglingameistara mótinu ( 16 - 19 ára ). Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann þar einnig stórsvig drengja. Á Skíðamóti Íslands kom hann mörgum á óvart þegar hann vann risasvig karla og varð Íslandsmeistari í þeirri grein. Björgvin er eitt mesta efni sem Íslendingar hafa átt í alpagreinum. Og þetta sýnir það að það sé hægt að verða góður skíðamaður "líka" á Íslandi.

Vefmyndavél í samvinnu við Sportvík

Vefmyndavél Dalvíkurbyggðar

Veðrið í Böggvisstaðafjalli
í boði Kötlu og Sportferða

Sjálfvirk veðurstöð við Dalvíkurhöfn

Skráning í Jónsmót 2016

ogVodafone

Skíðasport.is

Sportvik.com

Flugfélag Íslands

Live-timing

© gulli.net 2001-2017
Gunnlaugur Jónsson
Skíðafélag Dalvíkur - Brekkuseli - 620 Dalvík
Sími: 466 1010 - Fax: 466 1005
skidalvik@skidalvik.is