Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag Dalvíkur  

Daníel Hilmarsson

Daníel Hilmarsson Fæddur: 8. feb. 1964
Dáinn: 29. des. 2002

Daníel Hilmarsson (Danni) var uppalinn á Dalvík og hóf hann skíðaiðkun 5 ára gamall. Hann byrjaði að keppa 8 ára gamall og var félagi í Skíðafélagi Dalvíkur frá stofnun þess árið 1972.

Það kom fljótt í ljós þegar Daníel hóf keppni að þarna var efnilegur skíðamaður á ferð. Hann fékk mikla athygli og fóru menn að fylgjast með honum. Daníel vann sigur í stórsvigi á Andresar Andarleikunum 1977. 1980 vann hann allar sínar keppnir, nema svig á unglingameistaramóti. Í flokki 15 - 16 ára vann hann sigur í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni á unglingameistaramóti og á Skíðalandsmóti Íslands á Siglufirði (april) 1981 kom Danni öllum á óvart með þvi að sigra i stórsvigi karla, þá aðeins 16 ára gamall. Hann er því yngsti Íslendingurinn sem hefur hampað þessum titli.

Í kringum 1982 kemst Daníel inn í landslið Íslands, og því fylgja mikil ferðalög um Evrópu. Þar keppir hann á FIS og Evrópumótum og tekst mjög vel til. Daníel sýnir það og sannar að hann sé besti skíðamaður Íslands. 1985 er hann svo sendur á HM sem fram fór á Italíu. Þar hafnaði hann í 32 sæti í stórsvigi en keyrði út í sinni betri grein sviginu. Frá 1985 - 1988 vann hann til margra titla á mótum hér heima, bæði bikarmót og Landsmót. En 1988 var hann valinn til að taka þátt fyrir Íslands hönd á 15. Vetrarólympíuleikunum sem haldnir voru í Calgary. Ísland sendi 3 keppendur og hélt Daníel heiðri þeirra allra uppi. Þar lenti hann í 42 sæti í stórsvigi og 24 sæti í svigi. Daníel var einnig fyrsti Íslendingurinn sem tók þátt í risasvigi, en hann var óheppinn og keyrði útúr brautinni og lauk því ekki keppni.

Danni lagði skíðin á hilluna árið 1989. Hann var mjög skynsamur keppnismaður og var hann vel liðinn bæði í brekkunum og utan þeirra. Eftir að ferli Daníels lauk og fram til dauðadags naut Skíðafélagið krafta hans og þekkingar við mótahöld, kennslu og æfingar.

Vefmyndavél í samvinnu við Sportvík

Vefmyndavél Dalvíkurbyggðar

Veðrið í Böggvisstaðafjalli
í boði Kötlu og Sportferða

Sjálfvirk veðurstöð við Dalvíkurhöfn

Skráning í Jónsmót 2016

ogVodafone

Skíðasport.is

Sportvik.com

Flugfélag Íslands

Live-timing

© gulli.net 2001-2017
Gunnlaugur Jónsson
Skíðafélag Dalvíkur - Brekkuseli - 620 Dalvík
Sími: 466 1010 - Fax: 466 1005
skidalvik@skidalvik.is