Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag Dalvíkur  
24. nóv. 2017 21:00

Skíðasvæðið opnar á morgun laugardag.

Á morgun laugardaginn 25. nóvember verður Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opnað í fyrsta skiptið í vetur og verður opið frá kl. 14:00 til 16:00 ef veður leyfir.
Frítt verður í fjalið á fyrsta opnunnardegi eins og hefð er fyrir. Á sunnudaginn er stefnt að því að opið verði frá kl 12:00 til 16:00 en þá hefst sala lyftukorta samkvæmt gjaldskrá og hliðið komið í notkun. Við bendum á að vegna tæknilegra erfiðleika þá er verðskráin sem er hér á heimasíðunni ekki rétt en hún verður uppfærð á næstu dögum. Við biðjumst velvirðingar á því en hægt er að fá allar upplýsingar í síma 4661010 á opnunartíma svæðisins. Rétt er að geta þess að fyrst um sinn verður neðri lyftan opin eða þar til búið er að gera efra svæðið klárt. Opnunartími svæðisins eftir helgina verður auglýstur á sunnudaginn. Töluverðan snjó hefur sett í fjallið undanfarna daga sem okkur líkar afskaplega vel og kunnum vel að meta. Starfsmenn skíðasvæðisins og sjálfboðaliðar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum við að troða brekkur og gera klárt fyrir vertíðina. Við biðjum alla sem koma á skíði að fara varlega og taka tillit til þess að um fyrstu opnunardaga er að ræða og að aðstæður eru samkvæmt því.

Vefmyndavél í samvinnu við Sportvík

Vefmyndavél Dalvíkurbyggðar

Veðrið í Böggvisstaðafjalli
í boði Kötlu og Sportferða

Sjálfvirk veðurstöð við Dalvíkurhöfn

Skráning í Jónsmót 2016

ogVodafone

Skíðasport.is

Sportvik.com

Flugfélag Íslands

Live-timing

© gulli.net 2001-2017
Gunnlaugur Jónsson
Skíðafélag Dalvíkur - Brekkuseli - 620 Dalvík
Sími: 466 1010 - Fax: 466 1005
skidalvik@skidalvik.is