Skíðaafmæli í Bergi
Að tilefni þess að Skíðafélag Dalvíkur fagnar 50 ára afmæli 11. Nóvember er öllum boðið á afmælishátíð í Menningarhúsinu Bergi laugardaginn 12. Nóvember frá 13:00-16:00.
Foreldrafélagið mun hafa umsjón með kaffihúsinu í Bergi þar sem hægt er að kaupa vöfflur í sparifötum, hið margrómaða kakó foreldrafélagsins og ýmislegt fleira. Allir viðskiptavinir fara í happdrættispott sem dregið verður úr tvisvar yfir daginn og eru veglegir vinningar í boði.
Húsið verður undirlagt af skíðaþema – hægt verður að setja sig í spor skíðamanna og kvenna eldri tíma en einnig renna sér inn í framtíðina í sýndarveruleika. Hér er enginn of ungur eða gamall og sjón er sögu ríkari.
Valdir munir er tengjast sögu skíðafélagsins verða til sýnis ásamt fjölda ljósmynda úr ýmsum áttum og tímaskeiðum. Það er aldrei að vita nema óvæntur skíðagestur sem margir þekkja úr skíðabrekkunni kíki við og heilsi upp á gesti. Hver gæti það verið?
Hlökkum til að sjá sem flest í afmælisfögnuði og upphitun fyrir frábæran skíðavetur