- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Á svæðinu eru tvær lyftur, neðri lyftan er af gerðinni Leitner og er 700 metra löng. Beint í framhaldi af henni er lyfta af gerðinni Doppelmayer og er hún 500 metra löng, samtals 1.200 metra langar og fallhæðin er 322 metrar.
Einn snjótroðari sinnir daglegri troðslu á svæðinu. Lýsing er á svæðinu, um 1.200 metra löng brekka er lýst. Snjóframleiðsla er á neðri hluta skíðasvæðisins.
Upplýsingar má finna á Facebook síðu svæðisins
Við erum mjög sveigjanleg með opnunartíma þegar hópar eru hjá okkur og opnum svæðið utan hefðbundins tíma sé þess óskað.
Nánari upplýsingar um svæðið fást hjá starfsmönnum þess á opnunartíma í símum 466 1010. Umsjónamaður svæðisins er Hörður Finnbogason í síma 8201658.
Aðstaða fyrir brettafólk er góð, landslagið mjög fjölbreitt og stutt að fara fyrir þá sem vilja ganga á fjöll.
Skíðaleiga er á staðnum og eru skíði og skór frá barnastærðum upp í fullorðinsstærðir.
Gott göngusvæði er í nágrenni skíðasvæðisins og fjölmargar gönguleiðir út frá því. Gönguhringur er troðinn daglega ef aðstæður leyfa. Hringurinn er um 2 km langur og liggur um hólana umhverfis Brekkusel, sem er skáli félagsins, og niður að Sundlaug Dalvíkur sem er í um 500 metra fjarlægð frá skíðasvæðinu.