- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Þetta árið var það Fjarðarbyggð sem fékk Jóhannsbikarinn (Jákvæðnis bikarin).
Bikarinn er veittur fyrir glaða og jákvæða framkomu og hegðun á meðan móti stendur. Sérstök nefnd á vegum mótsins velur eitt félag, þar sem horft er yfir hópinn og eru engir undanskildir. Litið er til hegðunar foreldra, þjálfara og keppenda. En þannig viljum við hafa þetta að allir séu saman í því að skapa stemmningu, gleði og góðar minningar í sportinu okkar.
Í ár var valið sérstaklega erfitt, þar sem allir voru í góðum gír, en Austfirðingarnir voru með þetta litla sem vantaði uppá og eru vel að viðurkenningunni komin í ár.
Fjarðabyggð mætti með 14 keppendur, fullt af foreldrum og þjálfara á svæðið.
Til hamingju Fjarðabyggð og haldið áfram að njóta í brekkunum ;)