- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Þeir félagar og frændur Dagur ýmir og Torfi Jóhann eru núna staddir í Indrefjallet í Svíþjóð við æfingar og verða þar næstu vikuna. Strákarnir héldu utan á föstudag ásamt æfingafélögum sínum í Skíðafélagi Akureyrar en strákarnir stunda sínar æfingar með Skíðfélagi Akureyrar eins og undanfarin ár. Er þetta undirbúningur fyrir komandi vertíð. Fyrsta FIS-mót hér á Íslandi er áætlað 15-16 desember í Bláfjöllum og stefna þeir báðir þangað. Áður en móavertíðin hér heima byrjar, mun Torfi Jóhann taka þátt í æfinga og keppnisverkefni með skíðalandsliði Íslands í Geiló í Noregi dagana 1- 12 desember nk.
Það verður virkilega spennandi að fylgjast með okkar fólki í vetur og munum við reyna að flytja fréttir af þeim eins og við getum.
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv