- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
50 ára afmæli Skíðafélags Dalvíkur var fagnað um helgina sem leið.
Mikið var um að vera síðast liðna helgi og voru haldnar 2 veislur, önnur á föstudagskvöldinu og síðan opið hús í Bergi á laugardeginum þar sem sögu Skíðafélags Dalvíkur er fagnað með sýningu sem stendur öllum til boða að skoða áfram næstu daga. Foreldrafélag Félagsins var með kaffihúsið og er áætlað að hátt í 300 manns hafi komið og fagnað með okkur.
Í tilefni 50 ára afmælisins var gefið út afmælisrit og tók Óskar Þór Halldórsson söguna saman og ritstýrði ritinu sem fjallar ýtarlega um þau þrekvirki sem sjálfboðaliðar félagsins hafa unnið í gegn um tíðina auk þeirra miklu afreka sem íþróttafólk félagsins hefur áorkað. Ritið er fáanlegt til kaups í Bergi á meðan upplag er til.
Það er mikil ánægja með hvernig til tókst bæði með afmælishelgina og sérstaklega útgáfu afmælisritsins en við berum Óskari Þór miklar þakkir fyrir.
Hér eru nokkrar myndir frá föstudagskvöldinu, en þar var farið yfir sögu félagsins og veittar viðurkenningar til félaga sem hafa staðið vaktina bæði á bak við tjöldin og þeirra sem náð hafa langt á sínum keppnisferli fyrir hönd félagsins.
Óskar Þór Halldórsson að rekja sögu félagsins.
Óskar Óskarsson tekur við afmælisgjöf Dalvíkurbyggðar frá þeim Gísla Rúnari Gylfasyni og Frey Antonsyni.
Óskar Óskarsson tekur við afmælisgjöf frá UMSE það er Einar Hafliðason sem veitir.
Þau Kristján Þorvaldsson og Hildur Birna Jónsdóttir fengu Starfsmerki UMSE og
Daði Valdimarsson, Gerður Olafsson og Snæþór Arnþórsson fengu Gullmerki UMSE.
Einar Hjörleifsson, Sveinn Torfason og Sveinn Brynjólfsson fengu Gullmerki SKI.
Skafti Brynjólfsson, Kári Brynjólfsson og Harpa Rut Heimisdóttir fengu Silfurmerki SKI.
Heiðurskross SKÍ fengu þeir Jón Halldórsson og Þorsteinn Skaftason
Gullmerki ÍSÍ fengu Björgvin Hjörleifsson, Óskar Óskarsson og Brynjólfur Sveinsson
Heiðursfélagar í Skíðafélagi Dalvíkur: Brynjólfur Sveinsson, Björgvin Hjörleifsson, Óskar Óskarsson, Sveinn Brynjólfsson,
Björgvin Björgvinsson, Kristinn Ingi Valsson, Daníel Hilmarsson.
Það voru margir góðir aðilar sem stóðu að baki okkar í þessu stórafmæli og langar okkur að þakka eftirfarandi:
Dalvíkurbyggð
UMSE
KEA
Bruggsmiðjan Kaldi
Slippurinn Akureyri
UMFÍ
Samherji
Sjóvá
Viking Heliskiing
Arctic Sea Tours
Doría
Tomman
Kaffihús Bakkabræðra
Norður Veitingahús
Sæplast
Ferro Zink
Þernan Þvottahús
Menningarhúsið Berg
Einnig langar okkur að þakka öllum þeim aðilum sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt og öllum þeim gestum sem litu
til okkar og tóku þátt í fögnuðinum.
Kveðja Stjórn Skíðafélags Dalvíkur.
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv