Það eru ýmiss verk sem falla til á skíðasvæðum. Sum eru auðveld önnur flóknari. Eins og margir muna eflaust eftir bilaði efra endahjólið hjá okkur klukkan 18:45 daginn fyrir Skírdag og ekkert varð af páskum þriðja veturinn í röð.
Bilunin var þess háttar að panta þurfti varahluti erlendis frá og voru þeir ekki auðfundnir v/covid og fleira.
En nú er þetta allt klárt, með eitt stykki Óskar Katos er búið að smíða þetta allt saman og mæla niður á brot á mm. og ekkert að vandbúnaði. Snillingarnir hjá Steypistöðinni voru með okkur í því að koma hjólinu upp, sem er ekki auðvelt verk og gekk það ekki upp í fyrstu tilraun, en með stærri tækjum er ýmislegt hægt og kom Ódi þessu upp á beltavélinni.
Góða helgi kæru vinir.