Það hefur ýmislegt gengið á í veðrinu undanfarið og talsvert komið niður af snjó, það verður að segjast að lítið af honum hefði staldrað við ef ekki væri búið að reisa snjógirðingar og nú smá landmótun. Það þarf ekki nema 1-2 alvöru úrkomur til að hægt sé að byrja að móta svæðið hressilega.