12 - 14 ára hópurinn í Tärnaby í Svíþjóð

Um þessar mundir eru stödd í Svíþjóð við æfingar og keppni krakkar úr 12 - 14 ára flokknum. Þessir krakkar eru Jakob og Kristín Magdalena í yngri flokknum og í 13 - 14 ára eru það Hjörleifur, María, Ellen, Gunnhildur, Vaka, Margrét Jóna, Stefán Daði og Sigurður Haukur. Þau hafa verið við æfingar frá því á miðvikudag en á föstudag, laugardag og sunnudag taka þau þátt í Ingemartrofén keppninni sem kennd er við hinn gamalkunna Ingemar Stenmark. Hann verður viðstaddur setningu og verðlaunaafhendingu þessa daga. Frá Tärnaby koma margir af frægustu skiðamönnum Svía, Stenmark, Thomas Ringbrant, Anja Person og nú síðast Jens Byggmark. Klúbburinn hér á sér mikla og sigursæla sögu sem sigursælasti skíðaklúbbur veraldar! Hér var Sveinn Brynjólfsson og Krister Kjölmoen (þjálfarinn okkar 2006) við nám en hér er starfrækt skíðaakademía. Hér eru frábærar aðstæður til æfinga og keppni og allir eru áhugasamir um ferðir íslendinganna og okkur finnst við sérlega velkomin hér. Við leyfum ykkur að fylgjast betur með keppninni um helgina og einnig erum við að setja inn myndir á myndasíðuna. Fararstjórar í Svíþjóð eru Bjarni, Einar og Bjarni Bjarna.