13. febrúar voru 20 ár frá Ólympíuleikunum í Calgary

13. febrúar sl. voru 20 ár frá Ólympíuleikunum í Calgary þar sem Daníel Hilmarsson frá Dalvík keppti. Íslendingar áttu þrjá keppendur í skíðagreinum á þeim leikum, þau Einar Ólafsson sem keppti í 30km og 50km göngu, Daníel Hilmarsson sem keppti í svigi, stórsvigi og risasvigi og Guðrúnu H. Kristjánsdóttur sem keppti í stórsvigi. Bestan árangur náði Daníel í svigi er hann hafnaði í 24. sæti af 107 keppendum á tímanum 1:55,29 mín.