1.bekkingar sveitarfélagsins á skíðum.

Undanfarnar vikur hafa börn í 1.bekk í sveitarfélaginu heimsótt okkur í leikfimistímum sínum. Verkefnið er samstarfsverkefni skíðafélagsins og skólanna í sveitarfélaginu. Börnin hafa alls mætt í sex skipti og náð ótrúlegum árangri með aðstoð leikfimiskennara og leiðbeinenda á vegum skíðafélagsins. Nánast allir eru orðnir lyftufærir og sjálfbjarga á barnasvæðinu. Það eru hrein forréttindi að geta boðið börnum sveitarfélagsins upp á slíka þjónustu, en með samstilltu átaki foreldra, skólanna, skíðasvæðisins og skíðafélagsins hefur þetta gengið eins og í sögu, og vonandi komið til að vera um ókomna tíð. Með slíku átaki læra öll börn sveitarfélagsins á skíði sér til yndis, ánægu og útiveru. Takk fyrir frábæra tíma allir sem að verkefninu komu. Sjáumst vonandi sem oftast í fjallinu.