500 manns á skíðum í dag.

Um 500 manns voru á skíðum í Böggvisstaðafjalli í góðu verði í dag. Á morgun Laugardag verður svæðið opnað kl. 10:00 og opið til kl. 21:00. Dagskráin er eftirfarandi: 10.30-11.45: Leikjatími fyrir öll börn fædd 1996 og seinna þar sem Bjartur verður meðal þátttakanda. Foreldrar er kvattir til að taka þátt í leiknum með börnunum. 11.00-15.00: Skátafélagið Landvættir býður upp á barnagæslu í fjallinu gegn vægu gjaldi. Fulltrúar Landvætta munu vera með ýmsar uppákomur fyrir börnin og tryggja að þeim leiðist ekki á meðan foreldrarnir taka létta spretti í brekkunum. 13.00-15.00: Boðið verður upp á einkakennslu fyrir byrjendur á brettum og skíðum gegn gjaldi. Nánari upplýsingar í Brekkuseli. 17.00: DJ Pétur spilar uppáhaldslögin sín svo að undir tekur í brekkunum. 19.00: Brettabrun, keppt verður í samhliða bruni með útsláttarfyrirkomulagi. Skráning í Brekkuseli til kl. 15.00. ATH ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina verður uppi allan daginn!!!