24.03.2007
Andrésar Andar leikarnir fara fram í Hlíðarfjalli dagana 18.-21. apríl næstkomandi. Skíðafélag Dalvíkur á eins og undanfarin ár fjölmarga keppendur á mótinu. Skráðir keppendur frá félaginu þetta árið eru 74 og hafa ekki verið fleiri í mörg ár. Árið 2006 voru keppendur frá félaginu 64 og fjölgar því um 10 milli ára sem við eru hæðst ánægð með. Þetta endurspeiglar mikin áhuga á skíðaíþróttinni hér en hjá félaginu stunda ríflega 120 börn og unglingar æfingar. Þjálfarar félagsins eru Björgvin Hjörleifsson, Snæþór Arnþórsson og Gunnlaugur Haraldsson en hann sér um þjálfun elsta hópsins hjá skíðafélugunum hér og á Ólafsfirði.