08.03.2008
Í dag var UMSE þing haldið í Valsárskóla á Svalbarðsströnd. Þinghald var með hefðbundnu sniði en fyrir þinginu lágu nokkar tillögur, meðal annars tillaga um að UMSE tryggji alla iðkendur aðildarfélaga sinna sem eru 12 talsins. Síðastliðið haust sendi Skíðafélag Dalvíkur UMSE erindi þess efnis að þessi mál yðru skoðuð.
Tillagan hjóðaði þannig: 87. ársþing UMSE haldið í Valsárskóla 8. mars samþykkir að UMSE tryggji alla sína félaga. Kostnaðarskipting verið sú að UMSE greiðir 60% af iðgjöldum og aðildarfélög 40% sem miðað er við félagafjölda viðkomandi félags. Í greinargerð segir að tryggingarmál hafi um nokkurt skeið verið til umfjöllunar hjá stjórn UMSE. Komið sé tilboð sem felur í sér að allir skráðir félagar innan UMSE verði örorku og dánartryggðir við allar íþróttaiðkun bæði æfingar og keppni. Einnig verða félögin sjálf ábyrgðartryggð við starfsemi sína. Tillagan var samþykkt samhljóða. Skíðafélag Dalvíkur fagnar þessari samþykkt því þegar frá þessum málum hefur verið gengið verða allir félagar í Skíðafélagi Dalvíkur tryggðir eins og segir hér að ofan svo framarlega að þeir hafi greitt félagsgjöld. Skilmálar tryggingarinnar verða kynntir síðar.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands var meðal gesta á þinginu og afhenti hún þeim Óskari Óskarssyni formanni Skíðafélags Dalvíkur og Elínu Björk Unnarsdóttur sundfélaginu Rán starfsmerki UMFI.