96 metrar lagðir í dag, aðeins 132 eftir og búið að steypa húsið.

Nú er farið að sjá fyrir endan á stofnæðinni í snjókerfinu. Í dag bættust 96 metrar við lögnina þannig að nú eru komnir 900 metrar og því eru aðeins 132 metrar eftir. Það er því ljóst að á föstudaginn klárast stofnæðin en þá er mjög stórum áfanga náð. Í næstu viku ætti því allri vinnu við vatnslögnina að ljúka. Það er því óhætt að hæla mannskapnum sem hefur unnið við verkið, oft á tíðum við mjög erfiðar aðstæður. Í dag var síðan lokið við að steypa húsið sem dælubúnaðurinn á rafmagnsspennirinn verða í. Eftir helgina verður húsið síðan einangrað og í framhaldi af því mokað yfir það. Hurðirnar koma síðan í það um mánaðarmótin en þær koma að sjálfsögðu frá skíðamanni en Árni nokkur Sæmundsson sem er í alpagreinanefnd SKI útvegar okkur hurðir í húsið og leggur okkur lið í þessu verkefni eins og mjög margir aðilar. Það er óhætt að hæla smiðunum sem hafa unnið við verkið í hvaða veðri sem er og klárað að steypa húsið upp á 16 dögum. Nýjar myndir á myndasíðunni.