03.02.2009
Skíðafélag Dalvíkur boðar til æfingabúða.Öllum sem æfa alpagreinar á aldrinum 13-14 ára er boðið að taka þátt.Æfingin verður haldin 12-15 febrúar 2009.
Markmið með æfingunni er að efla samstöðu og samkennd og einnig að æfa skíði í stærri hóp en gengur og gerist. Þá er hugmyndin að skoða andlegan og líkamlegan undirbúning fyrir æfingar og keppni ásamt brautarskoðun og mat á brautum.
Skipulag verður þannig að á fimmtudagskvöldinu 12. feb mæta allir þátttakendur í Brekkusel skíðaskála Skíðafélags Dalvíkur. Þar verður kynning á þátttakendum ásamt þjálfurum.
Föstudaginn 13 . feb verða tvær æfingar ein að morgni og önnur seinni part dags. Um kvöldið verður fyrirlestur um mataræði og líkamann.
Laugardaginn 14. feb verða tvær skíðaæfingar eins og á föstudeginum að morgni og seinni part dags. Um kvöldið verður fyrirlestur um brautir brautalagningu og skoðun brauta.
Sunnudaginn 15. feb verður ein æfing um morguninn og síðan pakka allir saman og hver fer til síns heima vonandi reynslunni ríkari.
Skíðafélag Dalvíkur mun hafa skipulagninguna í sínum höndum en við væntum þess að þjálfarar frá öðrum héruðum komi okkur til aðstoðar við þessa framkvæmd.
Skráning er á skidalvik@skidalvik.is fyrir kl. 20:00 6. febrúar næstkomandi.
Nefndin.