Æfingaferð erlendis.

Umræður hafa verið um að á næsta skíðatímabili, 2010-2011 verði farið í æfingaferð erlendis með 13-14 ára krakkana, fædd 1996 og 1997 ef áhugi er fyrir hendi. Ætlunin er að funda með foreldrum þessara krakka á næstunni og fara yfir málin og kanna áhuga á slíkri ferð. Nánari upplýsingar verða hér á síðunni á næstu vikum.