Æfingar að hefjast.

Fimmtudaginn 7. febrúar hefjast æfingar hjá öllum flokkum hjá Skíðafélagi Dalvíkur samkvæmt æfingatöflu. Það er von okkar að sem flest börn og unglingar taki fram skíðin og mæti á skíði því nú er kominn nægur snjór á skíðasvæðið. Æfingatöflu verður dreift í skóla og hús í Dalvíkurbyggð næstu daga. Æfingataflan verður einnig sett á heimasíðuna næstu daga.