- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Góðan dag og gleðilega hátíð!
Jæja fjallið orðið glæsilegt eftir erilsama vinnu okkar svæðismanna við snjóframleiðslu í desember. Því er ekkert til fyrirstöðu en að fara að rúlla skíðavertíðinni af stað.
Mælum eindregið með að krakkarnir séu dugleg að skella sér í fjallið milli jóla og nýars, græja lyftukort og testa græjurnar sínar á ný.
Fimmtudaginn 29. des langar okkar að hitta krakkana og starta á léttri æfingu hjá 3 og 4 bekk frá kl 14:30-15:30 og 5-6 bekk frá kl 15:30-17:00.
Æfingar hefast svo samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 3. Janúar hjá öllum hópum. Skráning fer fram í gegnum sportabler eftir áramót!
(Varðandi æfingatíma hjá þeim iðkendum í 5-6 bekk sem einnig stunda fimleika: Þar sem ansi erfitt er að púlsa æfingatöflu m.t.t. annarra greina þá er hægt að leysa það mál farsællega með því að þeir iðkendur mæti á skíðaæfingar frá kl 15:30-16:45 á mánud og miðvikud og er hægt að setja sig í samband við Hörpu Rut varðandi það)
Hlökkum til samstarfsins í vetur
Kveðja
Þjálfarar
Eins og þið vitið flest erum við að færa greiðslur æfinga inn í sportabler. Vegna uppfærslu á frístundastyrknum eftir áramótin getum við ekki græjað Sportabler æfingarnar inn fyrr en eftir áramótin svo að uppfærslan komi rétt inn fyrir árið 2023.
Þykir okkur þetta leitt en förum beint í þetta verkefni um leið og þessi uppfærsla verður klár í janúar byrjun ☺️
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv