Æfingar fram að snjó að hefjast!

Hvar er snjórinn! Nú er komið að skíðaæfingunum hjá okkur og ekki seinna vænna að koma sér í gott form. Þar sem snjórinn hefur ekki látið sjá sig enn ætlum við að skella okkur í smá þrek, leiki og sund. Gott væri að vita hverjir eiga eða geta reddað sér skautum því það er komið svell á tjörnina neðan við Brekkusel! Æfingatafla verður borinn í hús næstu daga og tekur hún gildi föstudaginn 3. janúar. Vonast til að sjá sem flesta :-) Guðný Hansen þjálfari gsm: 692 0606