Æfingar hefjast á morgun.

Á morgun, mánudaginn 4. desember hefjast æfingar hjá öllum aldurshópum samkvæmt æfingatöflu. Hvað varðar leiktímana þá verða allir í leiktíma 3 til að byrja með. Minnum á að mánudaginn 4. og þriðjudag 5. des verður tekið við greiðslu æfingagjalda í Brekkuseli. Áriðandi er að allir greiði gjöldin annan hvorn daginn. Æfingatöfluna er að finna undir æfingar og mót.