02.12.2007
Stefnt er að því að hefja æfingar hjá öllum aldursflokkum samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 4. desember. Æfingatöflu ásamt öðrum upplýsingum verður dreyft í hús á morgun eða þriðjudag og ætti taflan einnig að verða komin hér á síðuna undir æfingar og mót á morgun. Við viljum benda á að fyrst um sinn eiga allir í leiktíma að mæta í hóp 1. en þjálfarar munu síðan skipta börnunum í hópa fljótlega.
Um hádegi á þriðjudag verða upplýsingar í þjálfarasímanum 8781506 og þá munu þjálfarar setja upplýsingar á sitt svæði undir æfingar og mót. Upplýsingasími svæðisins er 8781606.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær svæðið verður opnað fyrir almenning en það ætti að verða á allra næstu dögum.
Starfsmenn skíðasvæðisins í vetur eru: Jón Halldórsson svæðisstjóri,Snæþór Arnþórsson sem vinnur á skíðasvæðinu ásamt þjálfun, Einar Hjörleifsson vinnur á skíðasvæðinu, Björgvin Hjörleifsson sem er yfir þjálfari, Gunnlaugur Haraldsson þjálfari og Bergljót Snorradóttir en hún verður við ýmis störf á svæðinu.
Rétt er að minna á miðasölukerfið á skíðasvæðinu. Þeir sem koma á skíði kaupa kort sem síðan er notað í kortalesara sem opnar hlið sem veitir þeim síðan aðgang að lyftunum í hvert sinn sem farið er í þær.
Við viljum benda foreldrum barna sem eru á æfingum á að kaupa lykil kort fyrir börnin og létta þeim um leið aðgang að lyftunum en það gæti orðið erfitt fyrir þau að þurfa að stinga korti í lesarann í hvert skipti sem þau fara í hana. Lykilkortin eru mjög þægileg því ekki þarf að stinga þeim í lesara. Aðgangsbúnaðurinn les kortið í vasa viðkomandi. Lykilkortið er fjölnota og hægt nota ár eftir ár, Ný lyftukort eru hlaðin inná kortið. Lykilkort kosta 1,000 krónur og hægt er að skila því gegn 500 krónu endurgreiðslu.