03.12.2012
Skíðafélag Dalvíkur býður upp á skíðaæfingar fram að áramótum. Það verða í boði æfingar á Þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:30 fyrir 5 bekk og yngri og kl. 17:00 fyrir 6 bekk og eldri. einnig verða æfingar kl.10:00 á laugardaga og sunnudaga fyrir alla. Ef veður verður hagstæðara á einhverjum öðrum dögum í miðri viku munum við færa til og æfa þá daga sem veðrið er best. Helgina 15 og 16 des verður frí á æfingum. Við munum setja nýja frétt um æfingarnar þegar Jólafrí byrjar í skólanum og einnig hvernig æft verður milli jóla og nýárs. Við höfum verið að æfa undanfarna daga og undirtektir verið nokkuð góðar. það hefur farið mestur tími í grunntækni og höldum við því áfram eitthvað fram í desembermánuð. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir á æfingarnar hjá okkur. Minni ykkur á að allar upplýsingar eru settar inn daglega undir æfingar og mót hér á síðuni. Skíðakveðjur. Skíðafélag Dalvíkur.