Æfingar í Hlíðarfjalli og fyrirhuguð firmakeppni.

Fimmtudaginn 12. apríl og föstudaginn 13. apríl verða æfingar í Hlíðarfjalli fyrir alla aldurshópa. Þjálfarar félagsins verða á staðnum frá kl. 16:00-19:00. Nánar undir æfingar og mót og á símsvaranum 8781506 á morgun miðvikudag. Fyrirhugað er að halda firmakeppni félagsins í Hlíðarfjalli um eða eftir helgi, nánar hér á síðunni á föstudag.