Æfingar komnar á fullt.

Nú er undirbúningur okkar skíðafólks hafin að fullu. Haustæfingar hjá 13 ára og eldri eru á fullu og æfa krakkarnir 3-4 sinnum í viku undir stjórn Kristinns Inga Valssonar sem einnig verður þjálfari þeirra í vetur. Björgvin Björgvinsson er heima þessa dagana en til stóð að landsliðið færi til Austurríkis nú í vikunni en því hefur verið frestað eitthvað. Þessa dagana er Jakob Helgi við æfingar í Pitztal í Austurríki en áður var hann á Zermatt í Sviss og náði þar 7 góðum æfinga dögum . Aðstæður í Pitztal eru mjög góðar og færið gott enda snjóaði þar fyrr í vikunni ca. 50-60 cm.