Æfingatafla fyrir 2003 tilbúin

Nú er æfingatafla Skíðafélags Dalvíkur fyrir árið 2003 tilbúin þó svo að tæpir fjórir mánuðir séu þar til hefðbundið æfingatímabil hefst í byrjun janúar. Guðný Hansen þjálfari félagsins er farin til Spánar þar sem hún dvelur fram í desember og því var ákveðið að setja töfluna upp áður en hún færi. Eins og sjá má á töflunni þá eru þær breytingar frá fyrri árum að nú eru þeim hópum sem æfa saman skipt í tvo hópa. Þessa breytingu lagði Guðný til og er það von okkar að það leiði af sér betri æfingar fyrir alla aldurshópa. Æfingataflan er undir Æfingar og mót.