18.04.2006
Ágætu félagar,
Stjórn Skíðasambands Íslands þykir miður að tilkynna að fyrirhuguðu 60 ára afmælishófi sambandsins hefur verið aflýst. Ástæðan er afar dræm sala aðgöngumiða en aðeins hafa selst 45 miðar í forsölu. Í upphafi var tekin sú afstaða að þessi atburður þyrfti að bera sig fjárhagslega og SKÍ myndi ekki taka fjárhagslega áhættu í tengslum við þetta afmælishóf.
Nú þykir ljóst að ekki er nægjanlegur áhugi innan hreyfingarinnar til að fagna þessum tímamótum og því hefur sú ákvörðun verið tekin að aflýsa hófinu til að setja sambandið ekki í fjárhagslega skuldbindingar.
Með kveðju,
Stjórn SKÍ