Afmæliskaffi.

Skíðafélag Dalvíkur býður öllum íbúum Dalvíkurbyggðar og öðrum velunnurum félagsins í afmæliskaffi í Brekkuseli laugardaginn 16. nóvember frá kl. 14:00-17:00. Við sama tækifærigefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða myndir úr sögu félagsins og kennir þar ýmissa grasa. Vonumst eftir að sjá sem flesta.