ÁFRAMHALDANDI ÆFINGAR :-)

Þar sem ekki er nægur snjór á skíðasvæðinu okkar til að halda út reglubundnar æfingar verða allir æfingakrakkar og foreldrar að vera duglegir að fylgjast með símasvaranum okkar (8781606) og heimasíðunni því óhefðbundnar æfingar verða settar á með litlum fyrirvara. Á morgun þriðjudag er hlaupaæfing fyrir 6.bekk og eldri. Við hittumst kl.17 við sundlaugina í smá skokk og teygjur, svo er frjáls mæting í pottinn og sundlaugina á eftir. Munið að taka með ykkur pening fyrir sundinu. Á miðvikudaginn koma svo nýjar upplýsingar um æfingar fyrir alla aldurshópa. Hugmyndir eru t.d. uppi um að rölta upp í efri lyftu og æfa þar, fara í dagsferð á skíðasvæðið í Kröflu, kíkja á skauta til Akureyrar, fara í stutta göngu og grilla á leiðinni. Hluti af þessu hugmyndum þarfnast hjálpar foreldra ;-) og þá sérstaklega við keyrslu.