Afreks- og styrktarsjóður Dalvíkurbyggðar

Afreks- og styrktarsjóður Dalvíkurbyggðar 12.11.2012 Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum í Afreks- og styrktarsjóð. Helstu markmið sjóðsins eru að styðja og veita viðurkenningu fyrir góðan árangur og öflugt íþrótta-, félags- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu. Einnig að veita viðurkenningar til félaga fyrir gott fordæmi á sviði almenningsíþrótta. Styrkumsóknir skulu berast sjóðsstjórn skriflega eigi síðar en mánudaginn 26. nóvember á þar til gerðum eyðublöðum og undirritaðar af umsækjanda ásamt formanni viðkomandi félags. Umsóknir eiga að vera stílaðar á Afreks- og styrktarsjóð Íþrótta- og æskulýðsráðs, Ráðhúsinu, 620, Dalvík. Nánari upplýsingar og eyðublað sjóðsins er að finna á heimasíðu www.dalvikurbyggd.is