30.10.2012
Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE
Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast fyrir 1. desember og fer
úthlutun fram 15. desember.
Réttur til styrkveitinga úr sjóðnum er eftirfarandi samkvæmt reglugerð sjóðsins:
6. grein.
Úthlutun úr Afreksmannasjóði skiptist í A og B flokk.
-A flokkur. Rétt til styrkveitinga eiga þeir sem skara fram úr í
íþróttagrein sini t.a.m. eru í landsliði, sigra á Íslandsmeistaramóti,
setja Íslandsmet eða á annan hátt sýna að þeir eru afreksmenn í
íþróttum.
-B flokkur. Styrkveiting til íþróttafólks sem sýnir stórstígar
framfarir í grein sinni. Æfinga og ferðastyrkir til efnilegra
íþróttamanna.
7. grein.
Til að hljóta styrk þurfa viðkomandi íþróttamenn eða félög þeirra að
sækja skriflega um til sjóðsstjórnar og jafnframt að gera grein fyrir
ástæðum umsóknarinnar Einnig getur sjóðsstjórn veitt styrk til
einstaklinga eða hóps þó ekki liggi fyrir skrifleg umsókn viðkomandi,
telji hún það samkvæmt reglum og anda sjóðsins.
Beinn tengill á reglugerð sjóðsins er:
http://www.umse.is/reglugerdhir/afreksmannasjodhur-umse
Umsóknir í sjóðinn berist skirfstofu UMSE, Búgarði, Óseyri 2, 603
Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is