Glaður hópur eftir gott dagsverk.
Elsti æfingahópur Skíðafélagsins hóf skíðavertíðina með áheitasöfnun um helgina. Fyrr í vikunni gengu krakkarnir í hús og buðu fólki að heita á þau. Móttökurnar voru frábærar og senda krakkarnir bestu þakkir út í samfélagið fyrir stuðninginn.
Á laugardag hófst svo verkefnið í blíðskaparveðri. Farið var um þjóðveginn í Svarfaðardal og Skíðadal og allt rusl tínt, þá hjóluðu krakkarnir einnig sveita hringinn. Afrakstur tínslunnar voru tvær fullar kerrur af rusli.
Fjáröflunin hjá krökkunum er vegna æfingaferðar til Noregs í desember nk.

