Akureyrarmót um helgina

Um helgina verður Akureyrarmót á Akureyri fyrir 12 ára og yngri og mega Dalvíkingar taka þátt í því sem gestir. Þeir sem vilja taka þátt í þessu móti verða að skrá sig fyrir föstudaginn 11. apríl og geta skráð sig á netfanginu melstad@isl.is Þetta mót er frábær æfing fyrir Andrésar andar leikana! Hægt er að nálgast dagskrá á heimasíðu skíðafélags Akureyrar seinna í vikunni. www.skidi.is