Allir á skíði í kvöld, magnað skíðafæri.

Eins og fram hefur komið verður skíðadiskó fyrir unga jafnt sem aldna í fjallinu í kvöld frá kl. 20-22. Frítt verður í lyfturnar og boðið verður upp á kakó og kringlur. Við hvetjum alla til að mæta og skemmta sér saman á skíðum í dúndrandi tónlist. Ekki skemmir að skíðafærið er frábært, blanda af framleiddum og nátturulegum snjó. Þessa stundina er 7 gráðu frost og logn, sem sagt frábært veður, sjá vefmyndavélina:)