Allt á kafi í snjó, opnum kl:15:00

Það hefur snjóað gríðarlega mikið hér síðan í gær og eru starfsmenn svæðisins að að vinna í svæðinu þannig að hægt verði að opna, líklega hefur snjóað hér í logni ca. 60 sentimetra. Við stefnum á að opna kl. 15:00 og hafa opið til kl:18:00 og vonum að búið verði að gera neðri brekkuna klára þannig að þessi tími standist. Óskar Óskarsson tók nokkrar myndir frá heimili sínu í morgun, sjá myndasíðu.