Allt að verða klárt fyrir opnun.

Þessa stundina er verið að ljúka við að gera neðra svæðið klárt fyrir opnun. Stefnt er að því að allt verði orðið klárt um kl. 18:00 en þá verður neðri lyftan sett í gang. Snjóalög á svæðinu eru ágæt og líklega orðin betri en allan síðastliðin vetur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um opnunartíma næstu daga en það mun verða sett inn á síðuna um leið og það hefur verið ákveðið. Upplýsingasími svæðisins er 8781606.