Allt klárt fyrir stórsvig og risasvig!

Síðustu daga hafa starfsmenn skíðasæðisins í Böggvisstaðafjalli unnið við að gera brekkurnar klárar sem notaðar verða á Skíðamóti Íslands. Um er að ræða stórsvigs- og risasvigsbakkann. Bakkinn er kominn í fulla lengd fyrir risasvigið þ.e. alveg upp undir fjallsbrún og alveg niður á flatann fyrir neðan markhúsið. Lengdin á brekkunni er því orðin um 2 km. og fallhæðin er um 490 metrar.