Allt stefnir í frábæran árangur á Unglingameistaramótinu!

Keppni í svigi 15-16 ára er ný lokið í Hlíðarfjalli. Kristinn Ingi Valsson gerði sér lítið fyrir og sigraði með yfirburðum og Íris Daníelsdóttir hafnaði í öðru sæti eftir að hafa haft góða forystu eftir fyrri ferð en henni hlekktist lítilega á í seinni ferð. Þetta voru önnur gullverðlaun Dalvíkinga á mótinu til þessa. Nú stendur yfir keppni í stórsvigi 13-14 ára og er Kári Brynjólfsson með bestan tíma eftir fyrri ferð. Nánar á www.skidi.is