Alveg að hafast....

Veðrið hefur aðeins verið að stríða í gær og dag en samt sem áður erum við í ágætum málum með snjókerfið. Á morgun verður gengið frá brunninum sem kemur við annað mastur á neðri lyftunni og síðan verður gengið frá þeim síðasta en hann kemur um 100 metra fyrir ofan Brekkusel.