20.01.2015
Kjör íþróttamanns UMSE fer fram að Rimum í Svarfaðardal næsta fimmtudag, 22. janúar. kl. 18:00. Fulltrúi Skíðafélagsins er Andrea Björk Birkisdóttir.
Árið 2014 var gott íþróttaár á starfssvæði UMSE og munu um fimmtíu einstaklingar fá viðurkenningu að þessu sinni. Hápunkturinn að venju verður svo lýsing á kjöri íþróttamanns UMSE 2014. Tíu einstaklingar eru í kjörinu að þessu sinni, en það eru í stafrófsröð:
Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðamaður UMSE 2014.
Anna Kristín Friðriksdóttir, Hestaíþróttamaður UMSE 2014.
Arnór Snær Guðmundsson, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í golfi.
Guðmundur Smári Daníelsson, Frjálsíþróttamaður UMSE 2014.
Haukur Gylfi Gíslason, Badmintonmaður UMSE 2014.
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundmaður UMSE 2014.
Jón Elvar Hjörleifsson, Borðtennismaður UMSE 2014.
Ólöf María Einarsdóttir, Golfmaður UMSE 2014.
Sindri Ólafsson, Knattspyrnumaður UMSE 2014.
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.
Það eru stjórnir aðildarfélaga UMSE og stjórn og varastjórn UMSE, sem kjósa íþróttamanninn.
Andrea flutti til Noregs í haust og býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Þar stundar hún nám við skíðamenntaskólan í Geilo ásamt því að sinna æfingum af fullum krafti.