Andrea Björk einbeitt á æfingum í Are.
Í dag var keppt í aðalkeppni í svigi kvenna á HM. Andrea Björk Birkisdóttir var með rásnúmer 65 í fyrri ferð. Aðsætæður voru mjög krefjandi fyrir alla keppendur, en mikil hlýindi hafa verið í Are undanfarna daga. Eftir fyrri ferð var Andrea í 48 sæti. Seinni ferðin var einnig krefjandi en Andrea skíðaði af öryggi og endaði í 39 sæti af um 100 kreppendum, vann sig því upp um 26 sæti frá upphafsröðun keppenda í fyrri ferð. Vel gert Andrea og til hamingju. Nú hafa Íslensku stúlkurnar lokið keppni á HM og halda hver í sína áttina. Andrea fer aftur til noregs þar sem hún stundar æfingar og keppni.