Andrea Björk með tvöfallt á Atomic-cup

Andrea verður eini fulltrúi félagsins á SMÍ.
Andrea verður eini fulltrúi félagsins á SMÍ.

Í gær (þriðjudag 3.apríl) fóru fram í Hlíðarfjalli tvö svigmót í Atomic-cup mótaröðinni, sem er þriggjamóta röð í aðdraganda Skíðamóts Íslands sem haldið verður í Bláfjöllum um næstu helgi.

Mótin voru haldin seinnipartinn í gær og fram á kvöld, aðstæður voru nokkuð góðar í Hlíðarfjalli en undir lok seinna mótsins fór að snjóa töluvert. Andrea keyrði nokkuð örugglea inn sigrði í báðum mótum og fékk fyrir það annars vegar 67.72 og 77.40 fís-stig. Í dag verður svo keppt í stórsvigi áður en Andrea heldur suður og keppir á SMÍ um næstu helgi.

Andrea býr í Geiló þar sem hún stndar æfingar ásamt skólagöngu, hún kom heim fyrir páska og hefur æft af fullum krafti bæði hér heima og í Hlíðarfjalli.