Andrea Björk og Jökull Þorri valin í æfingahópa SKÍ.

Skíðasamband Íslands hefur valið Andreu Björk Birkisdóttur fædd 1998 í HM landsliðshóp fyrir veturinn 2015-2016. HM æfingahópur er undirbúningshópur fyrir Heimsmeistaramót unglinga. Andrea Björk býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Hún stundar fullt nám ásamt skíðaþjálfun í skíðamenntaskóla í Geilo. Andrea mun keppa á mörgum alþjóðlegum FIS mótum í Noregi í vetur og hefur nú þegar keppt á tveimur Fis mótum og bætt þar með punktastöðu sína í stórsvigi. Skíðasamband Íslands hefur einnig valið Jökul Þorra Helgason fæddur 1999 í æfingahóp sem kallast Ung og efnileg. Þetta er úrtakshópur sem SKÍ velur eftir árangri keppenda og að mati alpagreinarnefndar SKÍ vera talin efnileg. Með því að vera þátttakandi í þessum æfingahópi hefur Jökull Þorri möguleika á að taka þátt í alþjóðlegum FIS mótum í vetur. Í desember fór hann á alþjóðlegt FIS mót í Svíþjóð. Jökull stundar æfingar hjá Skíðafélagi Dalvíkur og er í námi í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Skíðafélag Dalvíkur óskar Andreu og Jökli góðs gengis í vetur.