23.04.2003
Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður dagskrá fyrir þátttakendur í Andrésar Andar leikunum 2003 í Kjarnaskógi. Dagskráin er svohljóðandi:
kl. 14:00 er mæting við þjónustuhúsið (þar sem snyrtingarnar eru) í Kjarnaskógi. Þar hefst skrúðganga í anda Andrésar, kveikt á Andrésar-eldinum og síðan farið í þrautir og leiki.
kl. 16:00 verður grillað í útigrillinu í Kjarnaskógi, farið í leiki og þrautir
kl. 18:00 er sund í Sundlaug Akureyrar. Hver rennur hraðast í litlu rennibrautinni?
Allir ætla að koma með góða skapið, allir fá Andrésar-merkið og Andrésar-bolinn. Mikilvægt er að koma klædd/ur eftir veðri og í góðum íþróttaskóm.
Ekkert þátttökugjald.