25.04.2011
Á morgun þriðjudag hefjast Andresar Andar Leikarnir í Hlíðarfjalli. Dalvíkingar gista að vanda í Íþróttahúsinu við Laugargötu og er áætlað að allir verði komnir þangað um kl.18:00. Rútan fer frá Víkurröst kl. 17:00.
Við minnum alla á að koma með skíðin sín undirbúin fyrir keppni og nesti fyrir kvöldið þar sem engin kvöldmatur er í boði fyrsta kvöldið.
Skrúðgangan fer frá Glerártorgi kl.20:00 og mótssetning verður á Ráðhústorgi kl. 20:30.
Allar upplýsingar um Andres má finna á skidi.is.
Munum eftir góða skapinu og skemmtum okkur vel á Andres.