Boðað er til 38. Andrésar andar leikanna sem fara fram á Akureyri dagana 24. - 27. apríl 2013. Keppt verður í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum.
Í alpagreinum og á snjóbrettum verður keppt í aldursflokkum barna 7-15 ára (árgangar 1997-2006), en í skíðagöngu í aldursflokkum frá 7-14 ára (árgangar 1998-2006).
Keppni verður með sama sniði og síðustu ár og skal það áréttað að keppni í flokkum 13 ára og eldri er ekki hluti af bikarkeppni SKÍ.
Áfram verður boðið upp á flokk fyrir fatlaða, svokallaðan Stjörnuflokk. Þar verða brekkur og brautarlagnir miðaðar við þá aðila sem munu skrá sig og því nauðsynlegt að fá upplýsingar um fötlun og getu þeirra sem skráðir verða til leiks.
Skránining barna í Skíðafélagi Dalvíkur fer fram í Brekkuseli mánudaginn 18. mars n.k. milli kl. 16:00 og 17:30 og miðvikudaginn 20. mars n.k. milli kl. 15:30 og 17:30. Keppnis- og þáttökugjöld, 4.800 kr. þarf að greiða við skráningu og það gjald er óafturkræft.
Athugið að ekki er hægt að bæta við skráningu eftir þessa skráningardaga.
Foreldrar barna sem eru í fyrsta og öðrum bekk verða að fylgja börnum sínum á leikanna.
Boðað verður til upplýsingarfundar fyrir foreldra þegar nær dregur Andrésarleikunum.
,,Andrésar andar leikarnir" eru líka á Facebook
http://www.facebook.com/pages/Andr%C3%A9sar-Andar-leikarnir/219288808085496?ref=ts&fref=ts