Andresar Andarleikunum lauk í gær.

Það voru 55 börn úr Dalvíkurbyggð sem tóku þátt í leikunum þetta árið. Árangur okkar krakka var ágætur og það voru fjölmargir sem unnu til verðlauna. Við eignuðumst einn Andresarmeistara í svigi í flokki 8 ára en það var Hjörleifur Einarsson sem sigraði með glæsibrag og óskum við honum til hamingju með það.